Það gerist ekkert af sjálfu sér


Ég og fjórar aðrar dívur vorum valdar úr stórum hópi umsækjenda til að taka þátt í 12 vikna samstarfsverkefni Smartlands og Hreyfingar. Við erum á námskeiði hjá Önnu Eiríksdóttur sem heitir Stjörnuþjálfun. Fyrsta vikan var mjög viðburðarík og skemmtileg. Námskeiðið byggist upp á 4 skipulögðum æfingum í viku upp í Hreyfingu auk einnar skyldu æfingar sem við gerum sjálfar. Hver og ein getur svo ákveðið hvernig hún hagar síðustu 2 dögunum í vikunni. Ég hef aldrei áður æft í Hreyfingu. Hreyfing kom mér skemmtilega á óvart, þar er frábært að æfa, öll aðstaða og viðmót starfsmanna er til mikillar fyrirmyndar.

Á mánududögum förum við á svokallaða eftirbrunaæfingu, sem snýst um það að taka mjög vel á því og sjokkera líkamann til þess að brennslan verði sem mest í tímanum sem og eftir tímann. Á þriðjudögum er mótunaræfing. Báðar þessar æfingar fara fram í venjulegum sal með lóð og palla. Á fimmtudögum förum við í spinning. Ég hef farið í marga spinning tíma í gegnum ævina, bæði á Ísland og í Danmörku. Þessi spinning tími er ekki líkur þeim sem ég hef prófað áður. Við erum með púlsmæla á okkur sem við vinnum eftir. Þetta gerir okkur kleift að fylgjast betur með átökunum. Mér finnst þetta algjör snilld og maður fær mikið meira út úr tímanum fyrir vikið. Á laugardögum er svo æfingin í heitum sal. Vikulega heimaverkefnið er að hlaupa 5 km. á tíma. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort ég eigi eftir að bæta tímann á þessum 12 vikum.

Allir tímarnir eru frábærir og ég hlakka alltaf mikið til að mæta upp í Hreyfingu og taka vel á því. Anna er frábær þjálfari og sér til þess að við tökum vel á því. Mataræðið skiptir miklu máli og oft sagt að mataræðið sé 80% á móti þjálfuninni. Við fáum frábæra matseðla frá Ágústu Johnson sem eru byggðir upp þannig að hver dagur inniheldur 1500 kaloríur. Uppskriftirnar eru einfaldar og rosalega bragðgóðar. Maður er alltaf svo fastur í sömu gömlu uppskriftunum svo það er frábært að fá nýjar og ferskar hugmyndir. Mikilvægast er að skipuleggja sig þegar kemur að mataræðinu þ.e. að vera með næsta dag tilbúinn kvöldinu áður. Þannig verður allt miklu léttara.

Við fórum í nærfatamyndatöku í vikunni. Hin svokallaða “fyrir” mynd. Við fengum dásamlega falleg nærföt frá MISTY. Ég hvet alla til þess að kíkja á dömurnar á Laugavegi 178 og næla sér í falleg nærföt fyrir veturinn. Þar fáið þið frábæra þjónustu hjá starfsmönnum sem eru með allt á hreinu þegar það kemur að nærfötum og öðru tilheyrandi.

Það gerist ekkert af sjálfu sér, svo mikið er víst. Það þarf að hafa fyrir öllu í lífinu og góð heilsa er eitthvað sem allir ættu að vera tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná. Gott er að minna sig daglega á að “mitt er valið”. Við stöndum frammi fyrir vali á hverjum degi, ætlum við að lifa heilsusamlegu lífi eða ekki. Ég hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun næstu 11 vikurnar. Næstu 11 vikurnar mun ég setja mig og mína heilsu í fyrsta sætið. Þetta mun örugglega vera erfitt á köflum en þá er mikilvægt að hugsa til þess hvað ég mun uppskera að lokum. Ég hef sett mér há markmið næstu vikurnar og ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná þeim.

Ég vona að þið eigið góða og heilsusamlega viku ☺

Eva Margrét


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á ykkur 5 og hlakka til að fylgjast með! KOMA SVO! HEF TRÚ Á YKKUR, ÉG VIL SJÁ MUN EFTIR 12 VIKUR!!!!

Eva Maria (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eva Margrét Kristinsdóttir

Höfundur

Eva Margrét Kristinsdóttir
Eva Margrét Kristinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...img_5532

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband