Setja hreyfingu í 1. sætið

Í önnum hversdagsins er hægara sagt en gert að setja hreyfingu í fyrsta sætið. Öll erum við að reyna að standa okkur vel í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Ég veit að það eru fleiri en ég sem kannast við þá tilfinningu að það eru hreinlega aldrei nógu margir klukkutímar í sólarhringnum til að klára öll verkefnin sem bíða.

Þegar ég æfði handbolta voru oftast æfingar milli kl. 18 og 20. Þessi tími var heilagur og allir í kringum mig vissu að það var ekki hægt að plana neitt með Evu fyrr en eftir 20. Vinkonur mínar voru alltaf mjög skilningsríkar og höfðu hittinga á dögum þegar það var frí hjá mér á æfingum eða bara eftir kl. 20. Kvöldmaturinn á heimilinu hliðraðist til eða fékk bara að standa á hellunni þangað til ég kom heim. Það skipti ekki máli hvað ég var að gera ég einfaldlega henti því frá mér og skundaði á æfingu.

Þegar ég hætti í handboltanum hugsaði ég með mér hvað fólk væri eiginlega að gera milli kl. 18 og 20. Eru ekki allir að hreyfa sig þá? Fyrsta hálfa árið gekk vel. Ég hélt mér í rútínunni að æfa alltaf milli kl. 18 og 20. En svo byrjaði ballið. Verkefnin byrjuðu að hlaðast upp. Maður hætti að setja sig og sína hreyfingu í fyrsta sætið. Fundir, hittingar, vinna o.fl. fór að ryðjast fram fyrir hinn heilaga ræktartíma.

Nú eru tvær vikur búnar í átakinu. Mér líður ótrúlega vel og finn hvernig stykurinn og formið verður betra með hverjum deginum sem líður. Ég er aftur byrjuð að setja mig og mína hreyfingu í fyrsta sætið. Þegar klukkan slær hálf sex þá er ég mætt í ræktina og farin að taka á því. Allt annað þarf bara að bíða, og viti menn verkefnin eru þarna þegar ég er búin að púla og svitna, og það sem meira er ég er miklu betur í stakk búin til að takast á við þau. Mér finnst eins og ég hafi fengið auka klukkutíma í sólarhringinn. Það er alltaf brjálað að gera en það er ekki til í dæminu að skrópa á æfingu og mér finnst það ÆÐISLEGT. Hinn heilagi ræktartími er aftur mættur á svæðið. Ef að við einsetjum okkur það ekki að mæta í ræktina, eða hvaða hreyfingu sem er þá verður ekkert úr því. Öll verkefnin sem bíða okkar á hverjum degi eiga það til að éta upp tímann og þegar dagur er að kvöldi kominn var barasta enginn tími fyrir ræktina þann daginn. Klukkutíminn minn í Hreyfingu er hápunktur dagsins. Æfingarnar eru svo fjölbreyttar og skemmtilegar og það er aldrei þurr þráður á manni þegar maður gengur út.

Það eru engar töfralausnir í þessu, þetta snýst allt um skipulag. Ég hvet alla til að finna sinn heilaga ræktartíma. Ég lofa að með því munuð þið græða tíma því við erum miklu betur undirbúin undir verkefni dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr! Áfram þú!

Jana (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eva Margrét Kristinsdóttir

Höfundur

Eva Margrét Kristinsdóttir
Eva Margrét Kristinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...img_5532

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband