Himnesk kvöldstund

Á köldum nóvember eftirmiðdegi er fátt betra en að skella sér í Bláa lónið. Okkur stelpunum í stjörnuþjálfun var boðið í Bláa lónið um daginn. Við vorum alveg í skýjunum þegar við héldum að við værum bara á leiðinni í Bláa lónið eins og maður hefur svo oft gert en þegar leið á kvöldið datt andlitið gjörsamlega af okkur, Bláa lónið býr yfir mörgum vel geymdum leyndarmálum. Það var tekið ótrúlega vel á móti okkur og við dekraðar í bak og fyrir heila kvöldstund.

Við byrjuðum á því að fá einka VIP klefa hver fyrir sig. Svo var haldið niður á dekursvæðið þar sem við fengum hvítvín, sushi, osta, jarðaber, kaffi og súkkulaði sem við gæddum okkur á yfir ljúfum tónum og arineld. Við nutum þess að slappa af á meðan snyrtifræðingur frá Bláa lóninu greindi húðina okkar og hver og ein fékk fræðslu aðlagaða að sinni húð. Næst var hver og ein kölluð út í lón og þar fengum við klukkutíma nudd og skrúbb. Fyrst vorum við skrúbbaðar með salt og kísil skrúbbi í bak og fyrir og svo dregnar út í lónið á flotdýnum og þar fengum við nudd. Þetta var algjörlega himneskt og ég get fullyrt að húðin hefur aldrei verið mýkri en eftir þessa meðferð. Veðrið lék við okkur, logn og stjörnubjart, ég vildi helst að tíminn myndi stöðvast í smá stund. Svo var haldið inn þar sem arineldurinn beið okkar, ljúf tónlist og enn fleiri maskar og skrúbbar. Við vildum ekki að kvöldið tæki enda svo við slöppuðum af, spjölluðum og nutum langt fram á kvöld.

Á leiðinni heim vorum við leystar út með vörum frá Blue Lagoon. Þessar vörur eru frábærar. Nú er ég búin að nota þær í næstum 2 vikur og húðin mín hoppar af kæti. Við fengum hreinsilínuna, krem og skrúbb. Það er svo gott að dekra við húðina, sérstaklega í þessum mikla kulda sem herjar á okkur núna. Blue Lagoon vörurnar myndu koma vel út í pakka undir jólatréð. Ef að ykkur langar að dekra vel við einhvern sem ykkur þykir vænt um þá mæli ég hiklaust með VIP aðgangnum í Bláa lóninu og nuddinu, þið munið ekki sjá eftir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eva Margrét Kristinsdóttir

Höfundur

Eva Margrét Kristinsdóttir
Eva Margrét Kristinsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_5532

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband