Litlu sigrarnir

Að setja heilsuna í fyrsta sæti er ekki spretthlaup. Þetta er langhlaup sem að stendur yfir alla ævi. Þetta er skemmtilegt og krefjandi verkefni. Við fáum bara einn líkama og það er okkar að hugsa vel um hann.

Áður en námskeiðið hjá Önnu hófst þá setti ég mér fullt af markmiðum, sum stór en önnur minni. Það er ótrúlegt hvað það gefur manni mikinn auka kraft að ná markmiðunum sínum. Markmiðin sem ég setti mér í byrjun eru að detta í hús eitt af öðru. Það er ótrúlega skemmtilegt að setjast niður og setja sér ný og enn hærri markmið nú þegar það eru rúmlega 4 vikur eftir af námskeiðinu.

Ég er búin að ná markmiðunum mínum í hlaupunum, en þá er það eina í stöðunni að setja sér hærri markmið. Ég er búin að þyngja lóðin hjá mér nokkuð og finn hvernig styrkurinn verður meiri í hverri viku. Meistaramánuðurinn gengur vel, sum markmið sem ég setti mér ganga vel en önnur ekki eins vel. En þetta er allt á réttri leið.

Ég mæli hiklaust með því að setja sér markmið því það er svo yndisleg tilfinning að ná markmiðunum sínum.

Mig langar líka til þess að nýta tækifærið og hvetja alla til að kaupa Neyðarkallinn um helgina. Björgunarsveitafólk um land allt mun selja kallinn um helgina. Salan á Neyðarkallinum er mjög mikilvæg fjáröflun hjá Björgunarsveitunum og margt lítið gerir eitt stórt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eva Margrét Kristinsdóttir

Höfundur

Eva Margrét Kristinsdóttir
Eva Margrét Kristinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...img_5532

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband