Takk fyrir mig

Eftir smá spark í rassinn frá góðri vinkonu þá ákvað ég að slá til og skrá mig í Stjörnuþjálfun Smartlands. Ég hélt að þetta yrði bara eins og hver annar leikur á facebook og ég myndi auðvitað ekkert komast í lokahópinn. En viti menn, pósturinn frá Mörtu Maríu kom og ég var ein af 20 sem voru boðaðar í viðtal, en aðeins fimm kæmust í lokahópinn.

Mér fannst þetta ótrúlega stór og erfið ákvörðun. Ég vissi að ef ég myndi fara í þetta viðtal þá yrði ég að komast alla leið. Keppnismanneskjan í mér myndi ekki sætta sig við að mæta í viðtal og „tapa“ þ.e. ekki komast áfram. Ég þekki líka vini mína og fjölskyldu og var handviss um að minn vinaher myndi gera allt sem þau gætu til að fleyta mér áfram. Ég tók því mjög vel ígrundaða ákvörðun, talaði við fólkið mitt og ráðfærði mig við marga sem ég lít upp til. Eftir smá umhugsun og fullt af góðum ráðum frá góðu fólki þá ákvað ég að láta slag standa. Vinir mínir og fjölskylda stóðu sig eins og hetjur í „LIKE“ keppninni og ég svo ótrúlega þakklát ykkur öllum sem hjálpuðu mér að fá rúmlega 600 „LIKE“ án ykkar hefði ég ekki fengið þetta frábæra tækifæri.

Ég var algjörlega staðráðin frá byrjun að leggja mig 150% fram í þetta verkefni. Þessa þrjá mánuði ætlaði ég að einbeita mér að sjálfri mér, hætta öllu djammi og djúsi og koma mér aftur í fyrra stand. Ég spilaði handbolta í mörg ár, hætti fyrir rúmum þremur árum. Eftir að ég hætti þá var ég dugleg að halda mér í formi og hljóp hálft maraþon fyrstu tvö árin. Ég flutti svo til Danmerkur í skiptinám í eitt ár. Þetta ár er eitt besta ár lífs míns, en hafði það í för með sér að gleðin var meira við völd en hollt líferni. Mig langaði líka að prófa eitthvað nýtt, nýja stöð, nýjan kennara og nýja tíma.

Þessar 12 vikur hafa verið frábærar. Ég er komin í mitt fyrra form, ef ekki betra. Ég er farin að hlaupa hraðar, 10 km. eru ekkert mál og nú mun ég bara bæta við. Vöðvarnir eru mætti til leiks aftur og ég ætla aldrei að detta aftur í þá gryfju að hætta að lyfta. Mér líður frábærlega, hef kynnst yndislegu fólki og veit upp á hár hvað þarf til að vera í topp-formi.

Anna Eiríks- Takk fyrir alla þjálfunina. Hver einn og einasti tími var frábær og skemmtilegur og í þessar tólf vikur voru ekki neinir tímar eins. Þú hafðir alltaf trú á að mér myndi takast þetta og án þíns stuðnings hefði ekkert af þessu gerst. Ég hlakka til að koma á nýtt námskeið í janúar. Takk fyrir mig.

Vaka- Hjólatímarnir hjá þér voru geggjaðir, ég hlakkaði alltaf til að mæta á fimmtudögum til þín og skella mér á hjólið. Litlu fróðleiksmolarnir þínir í lok hvers tíma voru ómetanlegir. Takk fyrir mig.

Marta María- Takk fyrir að vera fabjúlöss og halda utan um okkur í þessar 12 vikur. Takk fyrir allar reddingarnar og peppið. Takk fyrir að gefa mér þetta frábæra tækifæri sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Þú ert algjör snillingur.

Fab 5- Takk fyrir alla samveruna, þið eruð allar yndislegar og það var svo gott að geta talað við ykkur um allt og ekkert. Án ykkar þá held ég að enginn myndi nenna að tala við mig lengur. Ómetanlegt að geta talað um allt þetta „leiðinlega“ við ykkur svo annað fólk fengi ekki ógeð af þessum umræðum. Þetta 12 vikna ævintýri hefði ekki verið eins án ykkar.

Ég hefði aldrei getað þetta án stuðnings frá mínum nánustu. Mamma og pabbi voru frábær og studdu við bakið á mér alla leið. Það var eldaður hollur matur í öll mál á heimilinu og litli bróðir er meirað segja orðinn meistarakokkur þegar kemur að því að elda kjúkling og grænmeti. Ég á ekki bíl og þurfti að koma mér upp í Hreyfingu 4 sinnum í viku, ég hefði aldrei getað það ef mamma hefði ekki verið svona mikill nagli og hjólað í vinnuna í hvaða veðri sem er, bara svo ég gæti fengið bílinn til að fara á æfingu. Takk fyrir að styðja við bakið á mér. Þið eruð frábær.

Elsku stelpur, takk fyrir að vera frábærar. Þið vitið hverjar þið eruð.

Þá er þessum langa þakkarpistli lokið. Leyfi lokatölunum að fylgja með. Ég hefði aldrei trúað að það væri hægt að ná svona góðum árangri á aðeins 12 vikum. En með réttu mataræði og góðri hreyfingu þá er allt hægt og ég náði öllum mínum markmiðum og gott betur. Nú er ég búin að setja mér ný markmið sem ég hlakka til að takast á við.

Lokatölurnar: -10.3kg , -8.1% í fitu og -41 cm í heildina.

Ég vona að þið njótið aðventunnar og eigið gleðileg jól.

Takk fyrir mig!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Verði þér að góðu elsku Eva Margrét við erum stolt af þér.

Kveðja

Pabbi

Kristinn Ólafsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 16:05

2 identicon

Til lukku elsku Eva!

Inga Maja (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 06:18

3 identicon

Til hamingju elsku Eva Margrét.  Flott hjá þér!  :)

 Kv. Ragnheiður frænka

Ragnheiður Guðjóns (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 15:48

4 identicon

Rosalega flott hjá þér Eva innilega til hamingju með þennan árangur :)

Kv Kristinn Frans

Kristinn Frans (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 17:37

5 identicon

Til hamingju med frábærann árangu elsku frænka:-)) Núna er takmarkid ad verda jafn flink og thú... Klem frá tante Berglind med fjölskyldu

Berglind Olafsdottir (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 21:07

6 identicon

Innilega til hamingju Eva Margrét með þennan glæsilega árangur! :)

Gleðileg jól!

Þóranna Hrönn (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eva Margrét Kristinsdóttir

Höfundur

Eva Margrét Kristinsdóttir
Eva Margrét Kristinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...img_5532

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband