19.10.2011 | 05:19
Sterkari og fljótari
Nú erum við komnar inn í sjöttu vikuna og námskeiðið sem sagt hálfnað. Æfingarnar verða bara skemmtilegri og skemmtilegri vegna þess að formið verður betra með hverjum deginum sem líður. Ég finn fyrir auknum styrk, ég er farin að geta fleiri armbeygjur, lyfta þyngri lóðum, hlaupa hraðar, hjóla hraðar og hoppa hærra. Það er svo margt gott sem fylgir því að vera í góðu formi og borða holla og næringaríka fæðu. Aukin vellíðan, betri svefn og meiri orka til að takast á við verkefni dagsins. Þetta hljómar allt ótrúlega klisjukennt en þetta er bara svona ótrúlega einfalt.
Á þessum sex vikum sem ég hef verið að æfa hjá Önnu Eiríks upp í Hreyfingu hef ég misst 2,5 kg. Þessi kíló segja bara hálfa söguna því á sama tíma hef ég mist 10 cm í mittinu, 10 cm á mjöðmunum og 1-2 cm á höndum og fótum. Það sem best er ég hef misst 2,5% í fitu. Þessar tölur segja svo miklu meira en kílóin einhverntíman.
Ég ákvað að vera með í þessu átaki til þess að komast aftur í gott form. Ég var búin að slaka á í ræktinni í eitt ár og þurfti spark í rassinn. Það er svo gott að mæta í ræktina og vita að maður er að fara að hitta skemmtilegan hóp undir öruggri leiðsögn þjálfara. Ég mæli eindregið með því að finna sér eitthvað námskeið eða hóptíma sem að maður hefur gaman að því að mæta í. Félagsskapurinn skiptir svo miklu máli.
Ég hef alltaf verið þung og mun alltaf vera óhagstæð í svokölluðum BMI stuðli eða hvað sem þetta nú heitir allt saman. Ég hef oft heyrt setningar eins og það er þungt í þér pundið, þú ert náttúrulega svo stórbeinótt, þú ert svo hraust. Með árunum hef ég lært að líta á þetta sem eitthvað jákvætt. Já, ég er stór, ég er sterk og ég er hraust og er á fullri ferð að komast í mitt besta form. Þetta snýst ekki um að steypa alla í sama mótið. Þetta snýst um að vera besta útgáfan af okkur sjálfum hvort sem það er í vinnunni, skólanum, einkalífinu eða þegar kemur að hreyfingu. Mín markmið voru að geta hlaupið hratt, hoppað hátt, gert fleiri armbeygjur, gengið hratt upp á fjöll og borið þungan farangur á bakinu. Ég er á góðri leið og ætla ekki að hætta núna, þetta er einfaldlega of skemmtilegt.
Healthy is the New Skinny
Um bloggið
Eva Margrét Kristinsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er frábær árangur og hvað ertu annars há ?
Lára (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.