21.11.2011 | 00:03
Bara tvær vikur eftir
Ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt, hvað þá þegar maður er að gera svona skemmtilega hluti eins og ég er að gera þessa dagana. Við fórum í mælingu eftir námskeið nr. 2 og það er alltaf gaman að sjá árangurinn svart á hvítu.
Frá 12. september er ég búin að missa 5% í fitu, 14 cm yfir mittið, 14 cm yfir mjaðmirnar, 3 cm yfir lærin og 2 cm á höndunum á sama tíma eru 5,5 kg farin. Það gefur mér mjög mikið að fara í þessar mælingar og sjá að fituprósentan lækkar og cm fjúka. Eins og ég hef sagt áður þá hefur alltaf og mun alltaf vera þungt í mér pundið. Þess vegna finnst mér mikilvægt að fylgjast með öðrum mælikvörðum en ekki bara tölunni á vigtinni, sem segir alls ekki allan sannleikann. Ég er orðin svo miklu sterkari eftir þessar 10 vikur og það eru engin ný fræði að vöðvar eru jú þyngri en fita. Ég hvet ykkur til að mæla ykkur mót við þjálfara og fá hann til að mæla ykkur, ekki bara stíga á vigtina. Það er svo ótrúlega margt sem getur breyst þó að vigtin standi í stað.
Í dag lýkur meistaramánuðinum formlega en hann er búinn að vera í gangi í 30 daga. Þessa 30 daga ákvað ég að taka út allt glútein, allan sykur og annað þess háttar. Þetta var ekki það mikil breyting hjá mér þar sem ég var eiginlega búin að sneiða hjá þessu öllu síðan Stjörnuþjálfunin hófst. Það kom mér á óvart hversu einfalt það var að sneiða fram hjá öllu brauði, hrísgrjónum og þess háttar. Meistaramánuðurinn gekk bara nokkuð vel hjá mér þegar á heildina er litið, ég er farin að taka hörfræolíu alla morgna og nota tannþráð öll kvöld sem er stórsigur. Ég hlakka samt ótrúlega mikið til að fá mér hagragraut í fyrramálið en ég er búin að sakna hans frekar mikið þessa 30 daga. Í staðinn fyrir hafragrautinn þá fékk ég mér graut með chiafræjum, sem er reyndar líka mjög góður. En það er bara eitthvað svo ótrúlega notalegt við að fá sér heitan og góðan hafragraut á morgnanna.
Ég er frekar leið yfir því að ferðalaginu hjá okkur fimm fer að ljúka bráðum, þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt ævintýri. Við hvetjum hvor aðra áfram og allar eru svo jákvæðar og skemmtilegar. Anna Eiríks er yndislegur þjálfari sem ég myndi vilja æfa hjá á hverjum degi alla mína ævi. Marta hvetur okkur áfram með fullt af fróðleik og er alltaf uppfull af sinni smitandi orku sem virðist aldrei tæmast. Ég mun sakna þess að setjast niður á Krúsku alla fimmtudaga eftir æfingu og spjalla um allt og ekkert. En eins og við höfum svo oft sagt þetta er bara byrjunin ☺
Um bloggið
Eva Margrét Kristinsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.